Skólinn

Teikning af Fjólu og samnemendum hennar ásamt tveimur kennurum.

Í Hólabrekkuskóla er heildstæður grunnskóli fyrir nemendur í 1.-10. bekk. Nemendur eru um 500 og starfsmenn 76. Leiðarljós Hólabrekkuskóla er virðing, gleði og umhyggja. Í skólanum er unnið eftir Uppbyggingastefnunni sem bæði eineltisstefna skólans og Vinaliðaverkefnið falla vel að. Áhersla er lögð á að öllum líði vel auk þess að veita nemendum þjálfun í lífsleikni og sjálfsaga.

Starfstöðvar Hólabrekkuskóla

Starfstöðvar Hólabrekkuskóla eru:
Hólabrekkuskóli, Suðurhólum 10, 111 Reykjavík, 1. - 6. bekkur 
Korpuskóli, Bakkastöðum 2, 112 Reykjavík, 7. - 10. bekkur (tímabundið)

Frístundastarf

Frístundaheimilið Álfheimar er fyrir börn í 1.-2. bekk við Hólabrekkuskóla og safnfrístundaheimilið Hraunheimar er fyrir 3.-4. bekk. Félagsmiðstöðin Hundrað&ellefu býður upp á fjölbreytt og skemmtilegt starf fyrir börn og unglinga. 

Starfsfólk Hólabrekkuskóla

Skólastjóri er Lovísa Guðrún Ólafsdóttir 

Aðstoðarskólastjóri er Guðbjörg Oddsdóttir

Deildarstjóri yngra stigs er Hjördís Þórðardóttir 

Deildarstjóri eldra stigs er Margrét Ingadóttir

Deildarstjóri miðstig er Guðni Eiríkur Guðmundsson 

Deildarstjóri verkefna er Heiða Berta Guðmundsdóttir

Námsráðgjafi er Íris Hrund Hauksdóttir 

Skólaritari er Katrín Kristín Hallgrímsdóttir  

Umsjónarmaður fasteigna er Sigursteinn Kristjánsson  

Skólastarfsemi

Starfsáætlun

Hvað er framundan í Hólabrekkuskóla? Í starfsáætlun finnur þú meðal annars stefnu skólans fyrir síðasta ár, skipulag kennslu og ótalmargt fleira. 

Skólanámskrá

Viltu vita meira um hugmyndafræði og daglegt starf Hólabrekkuskóla? Í skólanámskrá finnur þú ítarlegar upplýsingar um hugmyndafræðilegar áherslur og stefnu skólans í námi og starfi. 

  • Skoða skólanámskrá

Skólaráð

Skólaráð er samráðsvettvangur skólastjóra og skólasamfélagsins um skólahald. Skólastjóri stýrir ráðinu og ber ábyrgð á stofnun þess. Skólaráðið fundar að jafnaði einu sinni í mánuði á skólatíma. 

 

Skólaráð Hólabrekkuskóla 2022-2024

Skólastjóri: Lovísa Guðrún Ólafsdóttir

Staðgengill skólastjóra: Guðbjörg Oddsdóttir

Fulltrúar kennara:

Lára Ágústa Hjartardóttir

Hreinn Magnússon

Varamaður: 

Fulltrúi annars starfsfólks:

Baldur Kristjánsson 

Varamaður: 

Fulltrúar foreldra:

Sandra Dögg Vignisdóttir

Daníel Örn Arnarsson

Varamaður: 

Fulltrúar nemenda:

Aron Högni Guðmundsson, 9. bekk 

Varamaður: , 9. bekk 

Vala Lovísa Daníelsdóttir, 6. bekk

Varamaður:  Tymoteusz Antoni Witos, 6. bekk

Fulltrúi grenndarsamfélags:

Hlynur Einarsson 

Matur í grunnskólum

Skólamáltíðir eru gjaldfrjálsar veturinn 2024-2025 en mikilvægt er fyrir skólann að hafa áfram yfirsýn, halda utan um upplýsingar um ofnæmi og óþol og takmarka matarsóun. Því þarf eins og áður að skrá nemendur í mataráskrift.

 

Foreldrar/forsjáraðilar skrá mataráskrift í kerfi Skólamatar og velja þá vikudaga sem börn þeirra vilja borða. Vikudagar sem nemendur velja skulu alltaf vera þeir sömu t.d. allir þriðjudagar og/eða allir fimmtudagar og svo framvegis. Nánari upplýsingar má finna á heimasíðu Skólamatar.

Teikning af Fjólu að borða mat í skólanum

Foreldrasamstarf

Við erum öll í þessu saman, enda er oft sagt að það þurfi heilt þorp til að ala upp barn.

 

Í skólum borgarinnar er markvisst unnið að því að auka samráð við foreldra og styrkja aðkomu þeirra að skólastarfi.

 

Foreldrafélag  er starfrækt í öllum skólum Reykjavíkurborgar. 

Teikning af Fjólu á leið í skólann ásamt fleiri nemendum og foreldrum

Skólareglur

Hver grunnskóli skal setja sér skólareglur sem skylt er að fara eftir. Skólareglur Hólabrekkuskóla skiptast í níu flokka. Þær gilda alls staðar þar sem nemendur eru á vegum skólans. 

Mat á skólastarfi

Markmið mats og eftirlits með gæðum starfsins er m.a. að veita upplýsingar um skólastarfið, árangur þess og þróun.

Skólahverfi Hólabrekkuskóla

Í Reykjavík eru mörg skólahverfi og lögheimili barnsins ræður því í hvaða hverfisskóla það fer.

 

Barnið þitt hefur forgang í sinn hverfisskóla. Engu að síður eiga allir foreldrar kost á að sækja um skóla fyrir börn sín hvar sem er í borginni samkvæmt reglum um skólahverfi, umsókn og innritun. 

 

Hér finnur þú upplýsingar um hvaða götur tilheyra skólahverfi Hólabrekkuskóla.