Foreldrastarf í Hólabrekkuskóla

Markvisst er unnið að því að auka samráð við foreldra og styrkja aðkomu þeirra að skólastarfi. Í hverjum skóla er starfrækt foreldrafélag, foreldraráð eða skólaráð.

Foreldrafélag Hólabrekkuskóla

Við Hólabrekkuskóla starfar öflugt foreldrafélag og eru foreldrar og/eða forráðamenn allra nemenda sjálfkrafa félagar. Foreldrafélag hvers skóla setur sér starfsreglur, m.a. um kosningu í stjórn félagsins og kosningu fulltrúa í skólaráð. 

 

Teikning af hjónum með ungling á milli sín.

Markmið félagsins

Markmið félagsins er að vinna að velferð nemenda, meðal annars með því að koma á öflugu samstarfi milli skólans og heimila nemenda og jafnframt að stuðla að því að skólinn geti á hverjum tíma fullnægt sem best þeim kröfum sem til hans eru gerðar. 

Stjórn foreldrafélags 2024-2025

Formaður: Þórdís Ellen Rögnvaldsdóttir

Gjaldkeri: Regína Jónsdóttir

Ritari: Edith Oddsteinsdóttir

Meðstjórnendur:

Ewelina Kacprzycka

Kristín Ósk Magnúsdóttir

Elín Sigrún Helgadóttir

 

Helstu viðburðir sem félagið stendur fyrir

  • Jólaföndur. Nemendur 10. bekkjar eru oft með veitingasölu til styrktar útskriftarferð. Jólaföndrið er ekki hugsað sem fjáröflun fyrir foreldrafélagið.
  • Útskrift 10. bekkjar Foreldrafélagið tekur þátt í útskrift 10. bekkjar með því að bjóða upp á köku og gefa öllum útskriftarnemendum rós. Hátíðleg og skemmtileg stund sem er gaman að taka þátt í. 
  • Foreldrafélagið tekur þátt í skipulagningu 17. júní hátíðar í hverfinu, ásamt Foreldrafélagi Fellaskóla og íþróttafélaginu Leikni. Boðið er upp á lifandi tónlist og fjölbreytt skemmtiatriði fyrir allan aldur.
  • Foreldrafélagið hefur í einhver ár staðið fyrir skipulögðu hverfisrölti á föstudagskvöldum. 
  • Eitt af verkefnum foreldrafélagsins er að sjá til þess að í hverjum bekk/hóp séu tveir til þrír bekkjarfulltrúar. Þeir eru tengiliðir stjórnar foreldrafélagsins inn í bekkina auk þess að sjá til þess að skipulögð séu bekkjarkvöld helst einu sinni á önn.
  • Samstarf foreldrafélaganna í Breiðholti. Foreldrafélög grunnskólanna fimm í Breiðholtinu er í góðu samstarfi. Félögin halda samráðsfundi með skólastjórnendum en skólarnir skiptast á að bjóða heim. 
  • Félögin hafa síðustu ár séð um að skipuleggja rölt um hverfin á öskudeginum þannig að börnin gætu gengið í hús og sungið fyrir nágranna sína í von um einhverskonar góðgæti að launum.
  • Foreldrafélögin hafa leitt spennandi verkefni eins og að gefa öllum grunnskólanemendum vegleg endurskinsmerki til þess að allir nemendur séu sýnilegir í umferðinni. Stjórnir nemendafélaganna sáu um dreifingu í bekki.
  • Verkefnið Bókabrölt í Breiðholti er frumlegt verkefni en markmið verkefnisins er að efla lestur fullorðinna þar sem þeir eru fyrirmyndir barnanna. Hólabrekkuskóli sér um bókahilluna í Hólagarði en hinar eru staðsettar í Breiðholtslaug, versluninni Iceland í Seljahverfi, ÍR-heimilinu og í Mjódd. 

Hafa samband

Netfang foreldrafélags: holabrekkuskoliforeldrafelag@gmail.com