Hagnýtar upplýsingar

Opnunartími skólans

  • Opnunartími skrifstofu skólans er frá kl. 08:00-15:00 alla virka daga. 

Skrifstofa

Nesti

  • Áhersla er lögð á hollt nesti í Hólabrekkuskóla með það að markmiði að nemendur fái orku og gott úthald. Hollt og gott nesti er t.d. ávextir, grænmeti eða brauð með hollu áleggi. Eini drykkurinn sem nemendur mega koma með í skólann er vatn. Vatn er besti svaladrykkurinn og auk þess er hann orkulaus og skemmir ekki tennur. Við mælumst því til þess, kæru foreldrar, að skólanesti barnanna ykkar innihaldi ekki hnetur. Hafa skal í huga að hnetur leynast í mörgu svo sem hnetusmjöri, hnetujógúrt, ýmsu bakarísbrauði, satay-sósu o.s.frv. Fyrirspurnum og ábendingum má beina til skólahjúkrunarfræðings.

Íþróttir og sund

  • Íþróttahús og sundlaug eru staðsett við Austurberg. Yngstu nemendur fá fylgd í og úr sundi og íþróttum. Veturinn 2024 – 2025 fær 7. – 10. bekkur íþróttakennslu í íþróttahúsi Korpuskóla.

Símanotkun

Símareglur

  • Nemendur eru símalausir á skólatíma, frá opnun kl. 8:00 til lokunar skólans kl. 16:00.

Forfallatilkynningar

Hérna finnur þú eyðublað til að óska eftir leyfi fyrir nemanda.

Óskilamunir

  • Á hverjum degi gleymist eitthvað í skólanum sem nemendur eiga, t.d. lyklar, húfur og vettlingar. Mikilvægt er að foreldrar merki vel allan fatnað. Tapaður fatnaður er flokkaður og varðveittur hjá skólaliðum en lyklar, símar og skartgripir á skrifstofu skólans. Við upphaf nýs skólaárs eru munir sem enginn hefur spurst fyrir um sendir til Rauða krossins.