Skólasetning 22. ágúst 2025 - Upplýsingar til foreldra og nemenda

Skólabyrjun 2025
Skólasetning, 22. ágúst 2025
Skólasetning verður föstudaginn 22. ágúst 2025 hjá nemendum í 2. – 10. bekk. Bréf til foreldra.
2. - 7. bekkur mætir kl. 08:30. Kennsla verður samkvæmt stundaskrá og mötuneytið verður opið.
8. - 10. bekkur fer með rútu upp í Korpu kl. 08:50. Kennsla verður samkvæmt stundaskrá og mötuneytið verður opið.
Skólabyrjun hjá 1. bekk
Nemendur og foreldrar barna í 1. bekk verða boðaðir í samtal til umsjónarkennara föstudaginn 22. ágúst og mánudaginn 25. ágúst. Fyrsti skóladagur hjá nemendum í 1. bekk verður þriðjudaginn 26. ágúst.
Við verðum með tvær starfstöðvar, 1. – 7. bekkur verður í Hólabrekkuskóla og 8. – 10. bekkur verður í Korpuskóla, foreldrar fá sendan tölvupóst með upplýsingum um tímasetningar á rútuferðum.
Foreldrar eru velkomnir með börnum sínum í fyrstu kennslustund hjá umsjónarkennara á fyrsta skóladegi. Kennsla verður samkvæmt stundaskrá og mötuneytið verður opið.
Við hlökkum til samstarfsins á skólaárinu 2025-2026