Hólaleikar 2025, 7. og 8. maí

Hólaleikar 2025

Hólaleikar 2025

Dagana 7. og 8. maí verða Hólaleikar og íþróttahátíð.

Leikarnir byggja á kenningum Howard Gardners um fjölgreind þar sem lögð er áhersla á fjölbreytileg verkefni, þar sem allir nemendur geta eitthvað en enginn getur allt. Rík áhersla er lögð á að nemendur sem vinna saman í liðum, leggi sig fram við að skapa góðan starfsanda og sterka liðsheild. Þeir eiga að bera virðingu fyrir hæfileikum og getu hvers og eins innan liðsins enda gegnir hver og einn mikilvægu hlutverki. Hvatning og hrós eru nauðsynlegir þættir og jafnframt skilningur og umburðarlyndi. Nemendur takast á við alls kyns verkefni og þrautir í aldursblönduðum hópum/liðum samtals á 16 stöðvum. Í hverju liði eru 15 til 19 nemendur frá 1. – 10. bekk skólans og er þeim raðað í liðin með tilviljanakenndum hætti. Fyrir hverju liði fara skipaðir liðsstjórar sem eru nemendur úr 9. og 10. bekk. Starfsmenn skólans gegna störfum stöðvastjóra sem annast framkvæmd hvers stöðvarverkefnis en þau eru ýmist inni eða úti.

Miðvikudagur 7. maí

ALLIR nemendur í Hólabrekkuskóla – Hólaleikarnir 
08:30 – 13:40 
8:30 Nemendur í 1. - 6. bekk fara í sínar bekkjarstofur þar sem kennarar fara yfir skipulag dagsins 8:45 Nemendur í 7. - 10. bekk mæta á sal skólans
8:55 Hópar hittast úti á skólalóð 
9:05 Setning leikanna – Eiðurinn lesinn
9:20 Leikarnir hefjast 10:20 Nesti – Frímínútur (muna að koma með hollt og gott nesti í litlum bakpoka)
10:45 Leikar hefjast að nýju.
11:45 Matur hópar 1 - 16 í matsal – Frímínútur hópar 17 – 32 12:05 Matur hópar 17 – 32 - Frímínútur hópar 1 – 16 
12:30 Verðlaunaafhending í matsal. 
Allir hópar hittast í matsal. Veitt verða verðlaun fyrir stigahæsta liðið og bestu samvinnuna/liðsanda. 13:10 Hólaleikum lokið og nemendur fara í heimastofur. Skóla lokið hjá nemendum í 7. – 10. bekk.

Fimmtudagur 8. maí  - Íþróttahátíð
Nemendur í 1. – 6. bekk verða með ýmsa kappleiki í íþróttahúsinu fyrir hádegi. Skóla lýkur skv. hefðbundinni stundatöflu hjá 1. – 6. bekk.

Nemendur í 7. – 10. bekk verða með ýmsa kappleiki í Korpu. 
Klukkan 11:20 Nemendur í 9. og 10. bekk fara með rútu upp í Íþróttahús (Austurberg)
11:40 Nemendur í 7. og 8. bekk fara með rútu upp í Íþróttahús (Austurberg) 
12:15 – 13:40 Nemendur í unglingadeild keppa við kennaralið í knattleikjum.
Skóla lýkur um kl. 13:40 hjá 7. – 10. bekk. 

Starfsfólk skólans mun kappkosta að halda vel utan um fjölbreytta skóladaga 7. og 8. maí. 

Jákvætt viðhorf allra styrkir það markmið að dagarnir verði öllum þátttakendum til gleði og ánægju. Verum klædd eftir veðri þar sem Hólaleikar eru að hluta til úti!